Aftur var nóg að gera á slökkvistöðinni. Síðasta sólahring var farið í 111 sjúkraflutninga og þar af voru 25 F1 eða F2 (sem þýðir blá ljós og sírenur).
24 Covid flutningar eru inni í þessar tölu og finnum við vel fyrir þessari nýju bylgju smita.
Ekki nóg með að það hafi veri hellingur að gera á sjúkrabílunum þá voru líka sex útköll á dælubíla, þar af einn nokkuð stór eldur á Skemmuvegi sem krafðist mikils mannskaps.
Umræða