Í dag kl. 16:11 varð jarðskjálfti af stærð 4,7 í Bárðarbungu, nokkrir minni eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið. Engar tilkynningar hafa borist um að skjálftinn hafi fundist í byggð. Síðast varð skjálfti af svipaðri stærð í Bárðarbungu í febrúar á þessu ári þegar skjálfti af stærð 4,8 varð þar og þar áður í júlí 2022 þegar skjálfti af stærð 4,9 mældist.
Nánari upplýsingar um Bárðarbungu má finna í Íslensku Eldfjallavefsjánni.
Yfirfarna skjálftavirkni má skoða nánar í Skjálfta-Lísu.
Staðsetningu skjálftans má sjá á meðfylgjandi mynd.
Umræða