Lögregla stöðvaði fimmtán ára ungmenni í Kópavogi í upp úr miðnætti, hann var þá undir stýri á fólksbíl og hafði eldri farþegi leyft honum að akak bílnum. Lögregla stöðvaði akstur ungmennisins og hafði samband við hvort tveggja forráðamann og barnaverndarnefnd.
Nokkrir bílstjórar voru stöðvaðir vegna ölvunar- og/eða fíkniefnaaksturs á höfuðborgarsvæðinu í nótt og í gærkvöld. Þá voru 50 mál skráð í dagbók lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu frá klukkan fimm síðdegis í gær til klukkan fimm í morgun. M.a. nokkrar tilkynningar um ósjálfbjarga fólk í annarlegu ástandi eins og því er lýst í tilkynningu frá lögreglunni. Fólkið var aðstoðað, ýmist með akstri heim til sín, á slysadeild eða gistiskýlið.