Gul viðvörun: Vestfirðir, Strandir og norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirðir, Suðausturland og Miðhálendi
Hugleiðingar veðurfræðings
Suðvestan hvassviðri eða stormur á norðan- og austanverðu landinu í dag, en heldur hægari suðvestantil. Víða verður rigning, talsverð sums staðar á norðvestan- og vestanverðu landinu, en styttir upp austantil er líður á daginn. Gular veðurviðvaranir vegna vinds í flestum landshlutum í dag. Seint í kvöld og í nótt dregur úr vindi en gengur aftur í suðvestan hvassviðri eða storm á öllu landinu í dag. Rigning með köflum en þurrt að kalla norðaustanlands.
Dregur hægt úr vindi á föstudaginn en áfram verður úrkoma viðloðandi Suður- og Vesturland. Á laugardaginn er síðan von á enn einni lægðinni með suðvestanátt og rigningu en nokkuð minni veðurhæð en sólarhringarnir á undan. Spá gerð: 04.11.2020 06:44. Gildir til: 05.11.2020 00:00.
Veðuryfirlit
Á Grænlandssundi er vaxandi 989 mb lægðardrag sem fer NA, en langt S í hafi er víðáttumikil 1045 mb hæð. Við Nýfundnaland er vaxandi 997 mb lægð á NA-leið.
Veðurhorfur á landinu
Suðvestan 13-23 m/s, en heldur hægari suðvestanlands. Rigning með köflum, en samfelldari úrkoma vestantil framan af degi. Bætir heldur í vind og dregur úr vætu síðdegis.
Suðlæg átt, 5-15 í nótt. Gengur í suðvestan 18-25 m/s og rigningu með köflum uppúr hádegi á morgun, en þurrt að kalla norðaustantil. Hiti 7 til 13 stig að deginum.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Suðvestan 10-15 m/s og talsverð rigning í fyrramálið, en 13-18 og dálítil rigning eða súld seinnipartinn. Lægir seint í kvöld og nótt. Vaxandi sunnan og suðvestanátt og rigning á morgun, 15-20 m/s seinnipartinn. Hiti 7 til 9 stig.
Gul viðvörun: Vestfirðir, Strandir og norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirðir, Suðausturland og Miðhálendi
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag:
Suðvestan 10-18 m/s og él, en bjart að mestu um landið NA-vert. Hiti 0 til 5 stig. Dregur úr vindi og kólnar eftir hádegi.
Á laugardag:
Suðvestan 8-13 og rigning eða slydda S- og V-lands, annars þurrt. Hiti 1 til 7 stig.
Á sunnudag:
Suðlæg átt og skúrir, en víða bjart á N- og A-landi. Hiti breytist lítið.
Á mánudag og þriðjudag:
Suðaustlæg átt og rigning með köflum, en úrkomulítið N-lands. Fremur milt í veðri.