• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Innskráning
  • Nýskráning
Miðvikudagur, 6. desember 2023
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
Áskrift
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
FRÉTTATÍMINN
No Result
View All Result
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur

Íbúar á Stokkseyri og Eyrarbakka mótmæla – Bæjarstjórn Árborgar svarar ekki

Fyrsta nóvember verður sunglauginni lokað í fjóra mánuði

by Ritstjórn
4. nóvember 2023
in Fréttir, Innlent
0
Íbúar á Stokkseyri og Eyrarbakka mótmæla – Bæjarstjórn Árborgar svarar ekki
Deila á FacebookDeila á X

Fjölmargir íbúar á Stokkseyri og Eyrarbakka mótmæla skerðingu á opnunartíma sundlaugarinnar á Stokkseyri sem fyrirhuguð er í haust. Þeir segja sundlaugina afar mikilvæga fyrir þorpin.

Íbúar á Stokkseyri og Eyrarbakka eru verulega ósáttir við mikla skerðingu á opnunartíma sundlaugarinnar á Stokkseyri. Þeir segja sundlaugina mikilvæga heilsu fólks og nóg komið af að minnka þá litlu þjónustu sem enn er til staðar í þorpunum við ströndina í Árborg.

Nýverið var greint frá því að stytta ætti opnunartíma sundlaugar Stokkseyrar talsvert. Frá 1. september verður laugin aðeins opin þrjá daga í viku og frá 1. nóvember verður henni svo lokað í fjóra mánuði. Nokkuð ljóst er að mikla skerðingu á þjónustu er að ræða

Samkvæmt lögfræðiáliti eru engin lög sem banna sveitarfélögum að mismuna íbúum sínum á grundvelli búsetu – ekki virðist skipta máli að Árborg hefur skilgreint sig sem „Heilsueflandi samfélag“ skv samningi. íbúar eru búnir að koma með breytingartillögur varðandi sparnað – bæjarstjórnin svarar ekki

það sem íbúa á suðurlandi ( ekki bara Stokkseyri ) langar til að gera – er að fá fjölmiðlaumfjöllun um þetta ranglæti og litilsvirðingu sem bitnar á íbúum – umfjöllun sem vekur athygli á valdníðslunni í þessu sveitarfélagiþ Íbúar eru búnir að mótmæla tvisvar með undirskrifasöfnun – bæjarstjórnin svarar ekki.

Dæmi um breytingartillögu sparnaðar frá íbúum – Ef hálftími í styttan opnunartíma á Selfossi sparar 30 milljónir á ári – en algjör lokun á Stokkseyri sparar 20 milljónir á ári – Spurning frá íbúum – Er ekki meiri sparnaður í því að loka í klukkutíma á dag á Selfossi – þá myndu sparast 60 milljónir miðað við 50 milljónir með fyrra fyrirkomulagi – Ekkert svar frá sveitastjórn barst við þessari tillögu

Sundlaug Stokkseyrar er eins og annað heimili margra íbúa á svæðinu – andlega líkamlega og félagslega mikilvæg – og byggð að frumkvæði íbúanna fyrir 30 árum

Mismunur á styttingu opnunartíma sundlaugar á Stokkseyri og sundlaugar á Selfossi – Stokkseyri opnunartími styttur úr 30 tímum á viku niður í 10 tíma á viku og LOKAÐ Í 4 MÁNUÐI FRÁ 1. NÓV TIL 20. FEBRÚAR – Selfoss opnunartími styttur um 3.5 klukkustundir á viku – ENGIN LOKUN. Margir íbúar á Selfossi sækja einnig sundlaug Stokkseyrar heim.

„Ég er bara mjög sár og reið yfir þessu að við skulum þurfa að taka þennan stóra skell. Þetta er eiginlega það eina sem við höfum eftir og mjög sárt að tapa þessu. Bara hræðilegt,“ sagði Valgerður Elfarsdóttir, fastgestur laugarinnar, í samtali við RÚV.

Heilsueflandi samfélag

Sveitarfélagið Árborg gerðist formlega aðili að Heilsueflandi samfélagi þann 20.maí 2019 þegar Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, og Alma D. Möller, landlæknir, undirrituðu samning þess efnis í Íþróttahúsinu Iðu á Selfossi. Þetta kemur fram á vef bæjarfélagsins.

Með heilsueflandi samfélagi skapast vettvangur fyrir markvisst lýðheilsustarf í sveitarfélögum, skólum og vinnustöðum. Meginmarkmiðið er að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilsusamlegum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra.

Sveitarfélagið Árborg er 24. sveitarfélagið á Íslandi sem tekur þátt í verkefninu og er markmiðið að heilsueflandi verkefni sem tengjast hreyfingu, geðrækt, næringu og almennra lífsgæða verði í forgrunni í stefnumótun og aðgerðum sveitarfélagsins.

Umræða
  • NÝ ÖKUSKÍRTEINI

    NÝ ÖKUSKÍRTEINI

    566 deilingar
    Share 226 Tweet 142
  • ,,Af hverju í ósköpunum ættum við að rukka þig fyrir að nota peningana þína?“

    247 deilingar
    Share 99 Tweet 62
  • Foreldraútilokun á sér yfirleitt stað í kjölfar skilnaðar – aðferðir foreldris

    18 deilingar
    Share 7 Tweet 5
  • Ekki kaupa húsgögn eða gjafavörur!

    286 deilingar
    Share 114 Tweet 72
  • Vaxtabyrði húsnæðisláns hækkaði um 2,6 milljónir – Hvar er Þessi hagfræði kennd?

    5 deilingar
    Share 2 Tweet 1
AUGLÝSING

Fréttatíminn © 2023

No Result
View All Result
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur

Fréttatíminn © 2023

Hæ!

Login to your account below

Gleymt Lykilorð Nýskráning

Create New Account!

Fill the forms bellow to register

Fylla þarf út alla reiti. Skrá inn

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Skrá inn

Add New Playlist

Are you sure want to unlock this post?
Unlock left : 0
Are you sure want to cancel subscription?