7.8 C
Reykjavik
Föstudagur - 31. mars 2023
Auglýsing

21,4 stiga frost – Gular viðvaranir

Auglýsingspot_img
Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Hugleiðingar veðurfræðings

Nú er kalt hjá okkur og í nótt mældist mest 21,4 stiga frost við Mývatn. Það er mesta frost sem mælst hefur á landinu þennan veturinn. Vanalega mælist meira en 20 stiga frost við Mývatn nokkrum sinnum á hverjum vetri, svo ekki er um óvenjulegan atburð að ræða nú í nótt. Í dag er útlit fyrir hæga breytilega átt á landinu. Léttskýjað að mestu, en stöku él á sveimi við ströndina. Það er áfram kalt í dag og frostið getur orðið talsvert í kuldapollum. Dagurinn í dag er tilvalinn til að njóta útivistar í vetrarkyrrð.

Á morgun (sunnudag) er kyrrðin á enda. Þá er spáð suðaustan stormi á sunnan- og vestanverðu landinu, þykknar upp þar og hlýnar með slyddu eða rigningu á láglendi eftir hádegi. Hægari vindur á Norður- og Austurlandi framan af degi, en allhvass eða hvass seinnipartinn og dálítil snjókoma eða slydda á köflum.

Gul viðvörun  vegna veðurs: Höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflói, Breiðafjörður, Vestfirðir, Strandir og norðurland vestra og Miðhálendi   

Veðuryfirlit
200 km N af Tröllaskaga er 994 mb smálægð sem mjakast S. Við Þrándheim er 985 mb lægð sem þokast N. Á Labrador er vaxandi 962 mb lægð sem fer NNA.

Veðurhorfur á landinu
Hæg breytileg átt og víða léttskýjað, en stöku él við norðurströndina. Frost 2 til 15 stig, kaldast í innsveitum norðaustanlands.

Gengur í suðaustan 15-25 m/s á morgun, hvassast í vindstrengjum við fjöll, þykknar upp og hlýnar með slyddu eða rigningu á láglendi eftir hádegi. Hægari vindur austantil á landinu framan af degi, en suðlæg átt 10-18 m/s og dálítil snjókoma eða slydda á köflum þar síðdegis. Hiti 0 til 5 stig seint á morgun.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Hæg breytileg átt, léttskýjað og frost 3 til 8 stig.
Vaxandi suðaustanátt í nótt. Suðaustan 15-23 á morgun, hvassast í efri byggðum og á Kjalarnesi. Þykknar upp með slyddu eða rigningu eftir hádegi. Hlýnar í veðri, hiti 2 til 5 stig síðdegis. Hægari og úrkomulítið annað kvöld.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á mánudag:
Minnkandi suðaustanátt, breytileg átt 5-13 eftir hádegi. Él vestantil á landinu, rigning á Suðausturlandi og úrkomulítið annarsstaðar. Hiti kringum frostmark.

Á þriðjudag:
Breytileg átt 3-8. Él á norðanverðu landinu, en yfirleitt þurrt og bjart sunnantil. Hiti frá frostmarki með austurströndinni, niður í 10 stiga frost í uppsveitum suðvestanlands.

Á miðvikudag:
Hæg breytileg átt, víða léttskýjað og kalt í veðri.

Á fimmtudag:
Suðlæg átt og rigning eða snjókoma með köflum, en úrkomulítið norðan- og austanlands. Frost 0 til 8 stig, kaldast í innsveitum á Norðurlandi.

Á föstudag:
Suðvestanátt og él, en yfirleitt léttskýjað á Norður- og Austurlandi. Frost um land allt.