Japanskur eigandi sushi keðju, greiddi um 366 milljónir íslenskra króna, fyrir risastóran túnfisk á fyrstu uppboði á nýjum fiskmarkaði í Tókýó.
“Túnfiskóngurinn“ Kiyoshi Kimura keypti 278kg túnfisk á 366 milljónir íslenskra króna eða 3,1 milljónir bandaríkja dali.
Hann greiddi einnig 1,4 milljónir bandaríkjadali, árið 2013 á sama uppboði fyrir svipaðan túnfisk.
Eigendur sushi keðja, borga oft hátt verð fyrir besta fiskinn á fyrsta uppboðsdegi uppboðsins á nýju ári. ,,Ég keypti góðan túnfisk,“ sagði Kimura við AFP eftir útboðið. ,,Ég barðist við kaup á þessum risastóra túnfiski í fjórar klukkustundir. Verðið var hærra en ég hafði reiknað með en ég vona að viðskiptavinir okkar muni borða þennan frábæra túnfisk.“
Kimura hefur verið hæstbjóðandi á nýárs uppboðinu sjö sinnum, síðustu átta árin. Á venjulegum degi myndi svipað stór fiskur selja á um 60.000 dollara. Uppboð sem þetta stuðlar að mikilli kynningu fyrir Kimura og sushi veldi hans. En það varpar líka ljósi á það að skortur er á stórum túnfiski, skv. opinberlegri skráningu WWF (World Wildlife Fund) er tegundin í hættu.
Árið 2018 var afli af strönd Japans verulega lélegur og frá því í fyrra hafa verð í Tókýó hækkað um rúmlega 40%.
https://www.facebook.com/TimeNewsInternational/videos/525803724580819/?t=43