-0.2 C
Reykjavik
Laugardagur - 4. febrúar 2023
Auglýsing

Norðlæg átt, snjókoma, él og slydda

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Hugleiðingar veðurfræðings

Í dag er útlit fyrir fremur hægan vind af landi víðast hvar en norðvestantil og með suðausturströndinni verður austlæg átt, 5-13 m/s. Útlit er fyrir dálitla él, einkum við sjóinn, en þurrt að kalla og lengst af bjartviðri suðvestantil. Seinni partinn kemur úrkomubakki að austurlandi með snjókomu austan- og suðaustanlands. Frost 0 til 12 stig, kaldast inn til landsins. Spá gerð: 05.01.2023 06:46. Gildir til: 06.01.2023 00:00.

Veðuryfirlit
150 km NV af Færeyjum er 1003 mb lægð sem hreyfist lítið og eyðist. Yfir Grænlandi er 1018 mb hæð, en um 400 km NV af Írlandi er vaxandi 985 mb lægð sem fer NA.
Samantekt gerð: 05.01.2023 07:33.

Veðurhorfur á landinu
Austlæg eða breytileg átt 5-13 m/s, hvassast á Vestfjörðum og með suðausturströndinni. Sums staðar dálítil él en þurrt að kalla suðvestantil. Samfelld snjókoma austan- og suðaustanlands í kvöld og nótt. Él norðantil á morgun, en þurrt að kalla syðra. Frost víða 0 til 12 stig. Bætir í vind annað kvöld. Spá: 05.01.2023 05:17. Gildir til: 06.01.2023 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Hæg austlæg átt og bjart með köflum. Gengur í austan 5-10 m/s síðdegis á morgun. Frost 1 til 10 stig. Spá gerð: 05.01.2023 05:18. Gildir til: 06.01.2023 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag:
Norðaustan 10-18 m/s, hvassast á Vestfjörðum og með suðausturströndinni. Víða slydda eða snjókoma með köflum, en þurrt að kalla suðvestantil. Hlýnandi veður, hiti um frostmark síðdegis.

Á sunnudag:
Norðaustan 10-18, hvassast á Vestfjörðum. Víða slydda eða rigning en snjókoma norðvestantil og úrkomuminna á Suðvesturlandi. Hiti kringum frostmark.

Á mánudag:
Norðlæg átt 8-15 og snjókoma eða slydda, einkum norðan heiða. Hiti breytist lítið.

Á þriðjudag:
Norðlæg átt og snjókoma eða él. Hiti um eða undir frostmarki.

Á miðvikudag:
Útlit fyrir norðlæga átt og él, en þurrt að kalla sunnantil. Kólnar í veðri.
Spá gerð: 05.01.2023 08:15. Gildir til: 12.01.2023 12:00.