Appelsínugul viðvörun vegna veðurs: Suðurland. Gul viðvörun vegna veðurs: Höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflói, Suðausturland og Miðhálendi
Höfuðborgarsvæðið
Stormur eða rok (Gult ástand) – 5 feb. kl. 15:00 – 6 feb. kl. 02:00
Suðurland
Stormur eða rok (Appelsínugult ástand) – 5 feb. kl. 15:00 – 22:00
Faxaflói
Stormur eða rok (Gult ástand) – 5 feb. kl. 15:00 – 6 feb. kl. 03:00
Suðausturland
Stormur eða rok (Gult ástand) – 5 feb. kl. 15:00 – 6 feb. kl. 06:00
Miðhálendið
Rok eða ofsaveður (Gult ástand) – 5 feb. kl. 06:00 – 6 feb. kl. 03:00
Veðurhorfur á landinu
Austanátt, 18-28 m/s og hvassast við fjöll S-til. Mun hægari á N- og A-landi. Slydda eða rigning á SA-landi, en annars úrkomulítið. Hiti 0 til 5 stig, en minnkandi frost á N-landi.
Dregur heldur úr vindi í nótt, víða 13-20 á morgun, en hægari NA-til. Snjókoma eða slydda A-lands, en úrkomulítið V-lands. Fer kólnandi seinnipartinn á morgun.
Spá gerð: 05.02.2019 18:50. Gildir til: 07.02.2019 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag, föstudag og laugardag:
Norðaustanátt, 8-15 m/s, hvassast með austurströndinni. Víða él norðan- og austantil á landinu, en léttskýjað að mestu sunnan- og vestanlands. Frost 0 til 7 stig, en kaldara inn til landsins.
Á sunnudag:
Fremur hæg breytileg átt og víða bjartviðri, en yfirleitt skýjað og stöku él nyrst á landinu. Frost 3 til 10 stig, en talsvert frost inn til landsins.
Á mánudag:
Gengur í hvassa suðaustanátt með snjókomu, fyrst suðvestantil á landinu og hlýnar í veðri. Slydda eða rigning sunnnatil um kvöldið og hiti 0 til 5 stig, en annars vægt frost.
Spá gerð: 05.02.2019 08:17. Gildir til: 12.02.2019 12:00.