Rétt eftir klukkan tvö í nótt vaknaði húsráðandi í miðbæ Reykjavíkur upp við það að ókunnugur maður kom inn um svaladyrnar á heimili hans. Hann réðist á húsráðandann sem hlaut nokkra sjáanlega áverka. Maðurinn komst undan en málið er í rannsókn lögreglu og unnið er eftir ýmsum vísbendingum.
Síðan klukkan fimm í gærdag hafa 42 mál verið bókuð á 12 klukkustunda tímabili og tveir vistaðir í fangageymslu lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu.
Tveir voru m.a. handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis / fíkniefna. Látnir lausir á loknum sýnatökum. Þá var tilkynnt um átta leitið í gær um innbrot í geymslur í fjölbýlishúsi í austurbænum. Óljóst er á þessu stigi hverju var stolið.
Klukkan eitt í nótt var svo tilkynnt um yfirstandandi innbrot í geymslur í fjölbýlishúsi í miðbænum. Sakborningur var handtekinn á vettvangi og vistaður í fangageymslu.