„Nú þegar hagkerfið kólnar er augljós kostur að losa um eignarhald ríkisins á fjármálafyrirtækjum og verja fjármunum sem þannig fást í innviðafjárfestingar. Með slíku getur ríkið styrkt grunnstoðir og komið með innspýtingu eins og nú er þörf á.“ Þetta segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali í Morgunblaðinu í dag. Þar segir jafnframt að á morgun hyggst þingflokkur sjálfstæðismanna hefja fundaherferð um allt land, en Bjarni segir mikilvægt að heyra sjónarmið fólksins í landinu, nú þegar hagkerfið er að kólna og atbeina ríkisins því þörf á ýmsum sviðum.
Fyrirfram reiknað með að ekki fáist fullt verð fyrir bankann
Þá sé tímabært að hefja nú þegar undirbúning að sölu Íslandsbanka, sem er að fullu í eigu ríkisins. Eigið fé bankans í dag er um 170 milljarðar króna. „Miðað við verðmat markaðarins á fjármálafyrirtækjum er ólíklegt að við fengjum fullt bókfært verð fyrir bankann. Það er engu að síður rétt að mínu mati að losa um eignarhaldið í skrefum og 25% hlutur í bankanum er tuga milljarða króna virði. Þá fjármuni ættum við að nýta til arðbærra fjárfestinga í innviðum,“ segir fjármálaráðherrann í viðtalinu við Moggann.
Landsbankinn verði Samfélagsbanki – ,,Almenningur er orðinn langþreyttur á vaxtaokri og spillingu í bankakerfinu“
https://gamli.frettatiminn.is/landsbankinn-verdi-samfelagsbanki-almenningur-er-ordinn-langthreyttur-a-vaxtaokri-og-spillingu-i-bankakerfinu/