6.8 C
Reykjavik
Föstudagur - 31. mars 2023
Auglýsing

Maður féll í höfnina

Auglýsingspot_img
Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Laust eftir klukkan sjö í morgun var lögregla kölluð til aðstoðar manni sem hafði leitað sér ásjár til að komast undir læknishendur. Maðurinn reyndist vera mjög kaldur og allur fatnaður hans var gegnblautur.

Í ljós kom að hann fallið í höfnina á Miðbakka í miðbæ Reykjavíkur en náð að komast af sjálfdáðum úr sjónum. Maðurinn gat á engan átt upplýst um hvernig hann féll í sjóinn þar sem hann mundi ekki eftir aðdragandanum.
Þrjú tilfelli hafa komið upp í dag þar sem lögregla hefur verið kölluð til vegna ofneyslu á fíkniefnum. Í öllum tilvikum var sjúkrabifreið kölluð til að sinna viðkomandi einstaklingum.
Allir einstaklingarnir fengu viðeigandi læknisþjónustu.