Íbúar á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi hafa ekki farið varhluta af eldingaveðri. Tilkynningar hafa borist um eldingar á suðvesturhorni landsins og á sunnanverðum Vestfjörðum.
Í Hveragerði hafa verið miklar þrumur og eldingar og mjög hvasst veður. ,,Himininn logar af eldingum og þrumurnar eru að æra okkur hér í Hveragerði. Við þorum ekki að standa nálægt gluggum af ótta við að eldingum slái niður við húsið“ Segir íbúi í Hveragerði sem lýst ekkert á ástandið.
Eldingu laust niður í turn Hallgrímskirkju og víða á sunnanverðu landinu hafa eldingar verið öflugar.
Umræða