-0.2 C
Reykjavik
Laugardagur - 4. febrúar 2023
Auglýsing

Hæg norðanátt, skýjað með köflum og sums staðar él á vestanverðu landinu

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

450 km VNV af Skotlandi er 988 mb lægð á hreyfingu SV, en síðdegis myndast smálægð S af landinu. Yfir Grænlandi er 1015 mb hæðarhryggur, en skammt út af Labrador er vaxandi 972 mb lægð á hægri N-leið.

Veðurhorfur á landinu

Hæg norðanátt, skýjað með köflum og sums staðar él á vestanverðu landinu. Bætir heldur í vind eftir hádegi, norðaustan 10-15 m/s á Vestfjörðum og Suðausturlandi um kvöldið. Snjókoma eða él seinni partinn, en víða bjartviðri SV-til. Frost 0 til 8 stig, en hiti 0 til 5 stig syðst að deginum.   Spá gerð: 05.03.2019 21:59. Gildir til: 07.03.2019 00:00.

Veðrið á nokkrum stöðum kl. 21
Reykjavík N 1 m/s, léttskýjað og hiti -1°C
Akureyri SA 2 m/s, alskýjað og hiti -2°C
Egilsstaðaflugvöllur SA 2 m/s, skýjað og hiti -6°C
Kirkjubæjarklaustur – Stjórnarsandur NV 3 m/s og hiti -1°C

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Hægviðri, en norðan 3-8 m/s eftir hádegi. Lengst af bjartviðri og frost 0 til 6 stig.
Spá gerð: 05.03.2019 21:59. Gildir til: 07.03.2019 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:
Norðaustan 13-18 m/s og snjókoma í fyrstu syðst á landinu, annars mun hægari og bjart með köflum, en stöku él úti við N- og A-ströndina. Frost yfirleitt 0 til 8 stig, kaldast fyrir norðan.
Á föstudag:
Austan 10-15 m/s S-til, hvassast við ströndina, skýjað með köflum og dálítil él, en hvessir og bætir í úrkomu um kvöldið. Hægari vindur og víða léttskýjað fyrir norðan og áfram kalt í veðri.
Á laugardag og sunnudag:
Austlæg átt og snjókoma eða él, en úrkomulaust að kalla á N-verðu landinu. Áfram svalt í veðri.
Á mánudag og þriðjudag:
Útlit fyrir hvassa norðan- og norðaustanátt með snjókomu eða éljum um landið N- og A-vert.
Spá gerð: 05.03.2019 20:24. Gildir til: 12.03.2019 12:00.