„Ég verð ekki í framboði, en ég held áfram að vinna að því sem ég trúi á,“ sagði Hillary Clinton í viðtali við sjónvarpsstöð í New York í gær. Þannig staðfesti hún í fyrsta sinn að hún ætli ekki að reyna að verða frambjóðandi Demókrata í forsetakosningunum á næsta ári.
Clinton hafði betur gegn Bernie Sanders í forvali Demókrata fyrir kosningarnar 2016, en laut í lægra haldi gegn Donald Trump í forsetakosningunum sjálfum. Hún hlaut raunar fleiri atkvæði en Trump á landsvísu, en Trump hlaut fleiri kjörmenn og þar með embættið. Þó hún ætli ekki í framboð fullvissaði hún áhorfendur um að það þýði ekki að hún ætli að láta sig hverfa af opinberum vettvangi. „Ég er ekki að fara neitt. Það sem er í húfi í landinu okkar, hlutirnir sem eru að gerast hér og nú, valda mér þungum áhyggjum,“ hefur AFP fréttastofan eftir henni.
Hún ætlar ekki að bjóða sig fram til einhvers annars opinbers embættis, Clinton sagðist njóti þess að búa í New York og sé þakklát fyrir að hafa fengið að vera fulltrúi ríkisins í öldungadeild þingsins í átta ár.
Hún ætlar ekki að bjóða sig fram til einhvers annars opinbers embættis, Clinton sagðist njóti þess að búa í New York og sé þakklát fyrir að hafa fengið að vera fulltrúi ríkisins í öldungadeild þingsins í átta ár.
Umræða