Upp úr kl.09:00 í morgun, varð umferðarslys á Arnarneshæð. Einn aðili var handtekinn en hann er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna. Aðilinn reyndist líka vera sviptur ökuréttindum og hafði ekki ekið samkvæmt aðstæðum, né tryggja nægilegt bil á milli ökutækja. Eitt ökutæki af þremur var dregið af vettvangi og einn aðili var fluttur á slysadeild til aðhlynningar.
Eftir kl.10:00 var annar ökumaður handtekinn á Dalvegi vegna ölvunaraksturs og stuttu síðar var einn til viðbótar handtekinn á Dalvegi vegna samskonar brots. Loks var þriðji aðilinn handtekinn rétt fyrir kl.11:00 vegna ölvunaraksturs en sá reyndist hann jafnframt vera sviptur ökuréttindum. Rétt eftir 11:00 var svo fjórði aðilinn handtekin vegna ölvunaraksturs á Dalvegi og sá reyndist vera sviptur ökuréttindum jafnframt.
Tvö fallslys voru tilkynnt til lögreglu en í báðum tilfellum höfðu einstaklingar misst fóta sína og fallið í götuna. Í fyrra tilfellinu sem átti sér stað í Breiðholti er viðkomandi talinn vera fótbrotinn en í því seinna sem átti sér stað á Laugavegi, voru áverkar á höfði og í andliti.