Hugleiðingar veðurfræðings
Í dag ganga skil yfir landið og mun rigna allmikið um miðjan dag og fram undir kvöld um landið vestanvert. Þá gera spár ráð fyrir snarpri kólnun og viðbúið að úrkoman færist yfir í slyddu eða snjókomu áður en yfir líkur og við taka dálítil él. Skilin fara ekki austur af landinu fyrr en fyrripartinn á morgun, svo að rigningin mun fara yfir suðaustur- og austurland í nótt og fyrramálið. Mun létta til á Norður- og Austurlandi í kjölfarið. Hiti getur farið í 7 til 8 stig þegar best lætur í dag en á morgun verður hiti víðast hvar um og undir frostmarki.
Veðuryfirlit
200 km NA af Jan Mayen er 987 mb lægð sem fer A og grynnist, en við Írland er 1032 mb hæð. Skammt A af Hvarfi er 962 mb lægð á N-leið.
Samantekt gerð: 05.03.2022 07:19.
Veðurhorfur á landinu
Vaxandi suðaustanátt og hlýnandi veður. Suðaustan 13-20 m/s og rigning síðdegis, en heldur hægari og þurrt á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 3 til 9 stig. Lægir vestantil í kvöld með slyddu eða snjókomu og kólnar. Suðvestan 8-15 m/s og él á morgun, en léttir til um landið austanvert. Hiti í kringum frostmark.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Gengur í suðaustan 13-18 m/s með rigningu, hiti 4 til 7 stig. Snýst í hæga vestanátt í kvöld með slyddu eða snjókomu og kólnar. Suðvestan 8-13 og él á morgun, hiti um eða yfir frostmarki.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á mánudag:
Sunnan 5-13 og él, en bjartviðri NA-lands. Hiti í kringum frostmark. Austlægari og slydda eða snjókoma S- og A-til um kvöldið, en rigning við ströndina.
Á þriðjudag:
Vaxandi suðaustanátt, hvassviðri eða stormur seinnipartinn. Víða rigning, en þurrt á NA-landi. Hiti 2 til 8 stig.
Á miðvikudag:
Snýst í suðvestanátt með slyddu eða rigningu og síðar éljum, en styttir upp NA- og A-lands. Kólnandi veður.
Á fimmtudag:
Austlæg átt með slyddu og síðar rigningu SA-til. Hlýnandi veður. Víða rigning eða slydda um kvöldið og hiti 1 til 7 stig.
Á föstudag:
Suðaustanátt og rigning eða skúrir, en úrkomulítið norðan heiða.