Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins er farinn í leyfi frá þingstörfum í ótilgreindan tíma.
Hann sendi tilkynningu um leyfið til formanna og þingflokksmanna nokkurra flokka á Alþingi síðdegis í dag. Ekki kom fram í tilkynningunni hversu lengi hann ætlar sér að vera í leyfi né hvers vegna hann fór í leyfi.
Bergþór Ólason mun væntanlega taka við sem þingflokksformaður strax eftir helgi og varamaður Gunnars Braga, Una María Óskarsdóttir, tekur sæti hans á meðan að á leyfinu stendur.