-2.2 C
Reykjavik
Þriðjudagur - 7. febrúar 2023
Auglýsing

,,Það er löngu kominn tími til að opinbera þöggunina um allt platið hvað varðar "gífurlegan árangur í bestu fiskveiðistjórn í heimi" 

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Toppfiskur gjaldþrota

Mörgum er brugðið af því að heyra þær fréttir að Toppfiskur ehf. sé orðinn  gjaldþrota og að þar hafi misst vinnuna fjöldi fólks. En á heimasíðu Toppfisks segir m.a. að fyr­ir­tækið hafi verið til húsa að Fiskislóð 65 í Reykja­vík og að um sé að ræða fjöl­skyldu­fyr­ir­tæki sem hafi yfir hundrað manns í vinnu.

Kristinn Pétursson sem er sérfróður um sjávarútrvegsmál skrifað þetta um gjaldþrotið

Fyrirtækið Toppfiskur var eitt af frumkvölafyrirtækjum/brautryðjandi í útflutningi ferskra fiskflaka frá Íslandi. Toppfiskur keypti allan sinn fisk á fiskmörkuðum og borgaði hæstu fiskverð sem kom mörgum útgerðum vel sem seldu á fiskmörkuðum

En á Íslenskum fiskmörkuðum giltu engar EES leikreglur/samkeppnisreglur – því sum útgerðarfyrirtæki stunduðu það að leigja frá sér aflaheimildir á t.d. 250 kr/kg í þorski þegar hæsta mögulega verð sem hægt var að greiða fyrir þorsk á fiskmarkaði var 240 kr/kg.

Svo notaði útgerðin/fiskvinnsla útgerðarinnar leigupeningana fyrir kvótann – til að kaupa fiskinn á 241 kr/kg og átti þá 9 kr/kg eftir í „vasapeninga“ og hráefniskostnaður þá 0 kr fyrir fiskvinnslu útgerðarinnar

Þegar þetta fyrirkomulag var svona – fyrir nokkrum árum síðan, (er enn svona) – var hráefniskostnaður hjá Toppfiski og fleiri slíkum fyrirtækjum – 70-75% af veltu (240 kr/kg) – en útgerð sem leigði frá sér fékk þá hráefnið fyrir ekki neitt + 9 kr/kg í „vasapeninga“.

Hvernig átti Toppfiskur – og fleiri fiskvinnslufyrirtæki – án aflaheimilda að keppa við þetta? HVERNIG !!?

Fleiri en einn aðili leitaði til Samkeppnisstofnunar, en allt kom fyrir ekki. Alltaf voru fundnar einhverjar afsakanir til að koma EKKI á eðlilegri samkeppni í á fiskmörkuðum. Engar samkeppnisreglur voru heldur í frjálsum viðskiptum þar sem árum saman var notuð „tonn á móti tonni“ aðferðin og borgað þá hálfvirði fyrir fiskinn. og mismunurinn þá í raun „svört viðskipti“ sem framkvæmd voru þá með aðstoð Fiskistofu.
Engir reikningar fyrir hálfvirði aflans – og ekkert VSK. Fiskistofa hefur millifært aflaheimildir milli óskyldra kennitalna í áratugi – og enginn þorir að segja neitt. Þeir sem segja eitthvað – eru settir á „svarta listann“ og þeir verstu á þann rauða….

Mafían á Sikiley yrði hrifin ef hún vissi um „svörtu deildina“ hjá Fiskistofu

Svínaríið hélt svo bara áfram – og heldur enn áfram. Bestu fiskvinnslufyrirtækin með mestu framleiðnina í fiskvinnslu eru nú flest komin yfir „móðunna miklu“

Einhver góður rithöfundur þarf að skrifa bók um þessa sögu og hvernig bestu fiskvinnslufyrirtækjunum var útrýmt, – og hvernig Fiskistofa aðstoðar við „svört viðskipti“
Stjórnmálamenn vildu ekki/þorðu ekki – að setja eðlilegar samkeppnisreglur um hvernig mætti EKKI – fénýta aflaheimildir.

Og nú er Toppfiskur allur.
Það er löngu kominn tími til að opinbera þöggunina um allt platið hvað varðar „gífurlegan árangur í bestu fiskveiðistjórn í heimi“  Í dag er þorskkvótinn t.d. 65% af meðalafla áranna 1950-1980 – eða 35% UNDIR meðaltali þriggja áratuga.
Er það „árangur“?
Eini „árangurinn“ sem ég sé – er auðlindagjaldið, – því auðvitað þurfti að skattleggja allan þennan „gífurlega árangur“ (platið) – en auðlindagjaldið er nú að drepa flestar minni útgerðir /vinnslur og smærri sjávarbyggðir sem er auðvitað „árangur út af fyrir sig“ – eða hvað?
Arthur Bogason sem að hefur barist hart fyrir smábátasjómenn á undanförnum áratugum sagði um gjaldþrotið. ,,Aflareynslukerfi/hlutdeildarkerfi er orsök þessa ástands. Öðru nafni kvótakerfi. Það eru 36 ár síðan þessu fyrirkomulagi var komið í lög, fyrst að hluta en ólin síðan þrengd 1990 og enn frekar eftir það. Toppfiskur er eitt af fórnarlömbunum, ákvað að treysta á frjálsan uppboðsmarkað, en hann hefur enn ekki litið dagsins ljós á Íslandi.“
Tengt efni:
https://www.fti.is/2019/03/31/verdhrun-a-kvota-og-onytt-kvotakerfi/
https://www.fti.is/2019/02/26/med-rettu-aetti-ad-gefa-fiskveidar-innfjarda-frjalsar-segir-fiskifraedingur/
https://www.fti.is/2019/03/11/17-ara-og-keypti-ser-bat-og-kominn-i-blomlega-utgerd/