4.8 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 26. janúar 2023
Auglýsing

Fimmta and­látið vegna kór­ónu­veirunn­ar

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img

Karl­maður á sjö­tugs­aldri lést af völd­um kór­ónu­veirunn­ar á Land­spít­al­an­um í Foss­vogi í dag. Frétta­blaðið greindi fyrst frá and­lát­inu.
Sig­urður Sverris­son var fædd­ur árið 1953 og er það bróðir hans sem grein­di frá and­lát­inu á Face­book. „Það er með mik­illi sorg í hjarta sem við í dag kveðjum ástkær­an bróður. Það ger­ist núna svo skömmu eft­ir að við kvödd­um okk­ar elsku mág­konu. Betri vini og fé­laga hef ég ekki getað hugsað mér. Megið þið hvíla í friði elsku Siggi bróðir og Mary Pat. Ykk­ar verður sárt saknað,“ seg­ir í færslu á Face­book. Þar kem­ur einnig fram að eig­in­kona Sig­urðar, Mary Pat, hafi lát­ist 8. mars.