Það verður að taka verðtrygginguna úr sambandi
Viðskiptafræðingurinn og fyrrverandi verðbréfamiðlari Guðmundur Franklín Jónsson kom víða við í pistli sínum í dag.
Hann segir að hér verði óðaverðbólga og að fyrirtæki muni fara á hausinn. ,,Það þýðir ekkert að moka peningum í fyrirtækin sem eru dauðadæmd“ Markaðir hafi hrunið um 30-40%. ,,það verði að setja gjaldeyrishöft því verið sé að hamstra gjaldeyri vegna þess að krónan muni lækka mikið.
Stóriðjan og ferðaþjónustan er hrunin, þá sé enginn að kaupa fisk, þar sem veitingahús séu lokuð um allan heim.“
Þjóðnýta þarf stóru sjávarútvegsfyrirtækin og gefa veiðar frjálsar
Þá komi fljótlega að því að það þurfi að þjóðnýta stóru sjávarútvegsfyrirtækin og gefa veiðar frjálsar. Leyfa sjómönnum og byggðum landsins að bjarga sér með þeim hætti. ,,Íslenska kerfið er fátækragildra og það er farið illa með öryrkja á Íslandi, kaupmáttur er miklu verri hér en td. í Danmörku, þegar kemur að framfærslu fólks og það kemur harðast niður á öryrkjum og afnema þarf allar skerðingar strax. Þá eigi að afnema tryggingagjaldið á fyrirtækin. Losna þarf við fákeppni og samtrygginguna á Íslandi.
https://www.facebook.com/gundifranklin/videos/239655100561499/
Vill vita meira um peningana sem verið er að flytja úr landi – ,,Verðtryggingin er ólögleg glæpastarfsemi“
https://gamli.frettatiminn.is/vil-vita-meira-um-peningana-sem-verid-er-ad-flytja-ur-landi-verdtryggingin-er-ologleg-glaepastarfsemi/