-2.2 C
Reykjavik
Þriðjudagur - 7. febrúar 2023
Auglýsing

Ný sprunga opnaðist – rýma gossvæðið

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Reynt verður að fá þyrlu Landhelgisgæslunnar til að fljúga yfir

Ný sprunga hefur opnast norðan við Geldingadali og verið er að rýma svæðið. Þetta kemur fram á rúv.is en þar segir að vefmyndavél RÚV hafi verið snúið að nýju sprungunni, sem er að minnsta kosti fimm hundrað metra löng.

Sigurður Bergmann, aðalvarðstjóri og vettvangsstjóri í Geldingadölum segir að fólk geti verið í hættu. Allt tiltækt viðbragð hefur verið kallað til og reynt verður að fá þyrlu Landhelgisgæslunnar til að fljúga yfir.

„Við getum aldrei ákveðið fyrirfram hvernig þessi gos hegða sér. Þetta er ákveðin stigmögnun en þetta virðist ekki vera mikið efni sem kemur þarna upp, en þetta gæti verið einhver aukning á gosinu. En það sjást engin merki um að það sé að draga úr þessu. Þessi atburðarás er alls ekki búin,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, eldfjallafræðingur. Norðan við Geldingadali í viðtali við rúv.is.

„Við fengum tilkynningar frá flugmönnum í Keflavík um að flugmenn hefðu séð þessa nýju sprungu,“ segir Salome Jórunn Bernharðsdóttir hjá Veðurstofu Íslands.