Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar aðstoðar nú lögregluna á Suðurnesjum við rýmingu við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Meðfylgjandi myndir voru teknar af nýju sprungunni þegar flogið var yfir svæðið. Ný gossprunga opnaðst um klukkan 12 í dag í grennd við gosstöðvarnar í Geldingadölum að sögn veðurstofunnar. Fyrsta mat er að sprungan sé sennilega um 200 metra löng og er miðja hennar staðsett um kílómetra norðaustur af gosstöðvunum í Geldingadölum. Hraunið frá nýju sprungunni rennur niður í Merardali.
Flugkóði fyrir Keflavíkurflugvöll er áfram appelsínugulur þar sem um er að ræða hraungos með lítilli sem engri öskudreifingu og er því ekki talin hætta af gosinu fyrir flugumferð. Nýja gossprungan er vel sýnileg í gegn um vefmyndavél RÚV sem fylgjast má með á RÚV 2.