Talsmenn Breta og Bandaríkjamanna í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna, tilkynntu í gær að þeir æltluðu að beita sér fyrir brottrekstri Rússa úr ráðinu, fjallað er um málið á rúv.is.
Þar segir að Linda Thomas-Greenfield, fulltrúi Bandaríkjamanna í ráðinu hafi tilkynnt að þau hafi tekið ákvörðunina eftir að fregnir bárust af voðaverkunum í Bucha í Úkraínu og af eyðileggingunni um landið allt. Hún sagði þau þyrftu að láta verkin tala, og það væri ekki réttlætanlegt að ríki sem grefur undan gildum mannréttindaráðsins fengi enn að taka þátt.
https://gamli.frettatiminn.is/04/04/2022/vill-handtokutilskipun-a-hendur-putin/
Umræða