Lestur á fréttum Fréttatímans hefur margfaldast eftir að Fréttablaðið hætti útgáfu frétta. Kerfisstjóri Fréttatímans segir að lesturinn hafi aukist gríðarlega og var mjög áberandi aukning tveimur dögum eftir að Fréttablaðið féll og er enn á mikilli uppleið.
,,Teljarinn sem sýnir lestur í rauntíma og yfir lengri tíma, er bara búinn að vera hreinlega í botni eftir að útgáfu Fréttablaðsins lauk.
Lesturinn tók mjög mikinn kipp tveimur dögum eftir að Fréttablaðið hætti að koma út og lesturinn hefur margfaldast á hverjum degi síðan og er enn að aukast og var hann mikill áður. Fólk virðis vera að leita að nýjum miðli til að fylgjast með fréttum.“
Tengt efni:
https://gamli.frettatiminn.is/31/03/2023/hafa-hag-af-veikum-fjolmidlum-almenningur-getur-haft-ahrif/
Umræða