,,Þetta er 22 vikna ófætt barn. Nú er verið að vinna í því á Alþingi Íslendinga að tryggja það að móðir geti látið deyða barn sitt í móðurkviði til loka 22. viku.
Ekkert þarf til að koma nema sjálfsákvörðunarréttur hennar sjálfrar og vald yfir eigin líkama. Lífsréttur ófædda barnsins er gjörsamlega fótum troðinn.
Ég er talsmaður barna á Alþingi, ég er líka talsmaður hins ófædda barns. Engri einustu konu var neitað um fóstureyðingu á árinu 2017 en það ár voru framkvæmdar 1044 fóstureyðingar. Fjórar fóstureyðingar hvern einasta virkan dag ársins. Sambærilegur fjöldi fóstureyðinga voru framkvæmdar árið 2018 samkv. heimildum frá landlæknaembættinu.
Mér er virkilega illt í hjartanu núna.“ Segir Inga Sæland.