5.6 C
Reykjavik
Föstudagur - 3. febrúar 2023
Auglýsing

Á sólarhring voru 82 boðanir á sjúkrabíla og fjórar á slökkvibíla

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Síðasta sólarhring voru 82 boðanir á sjúkrabíla hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og fjögur útköll slökkvibíla
Um klukkan 18 í gær var boðað í F1 sem er hæsti forgangur, en tilkynnt var um eld að Seljavegi 2. Þar hafði kviknað í þakpappa í framkvæmdum sem áttu sér stað við húsið. Allar stöðvar fengu þessi boð. Slökkvibíll sem var tímabundið í Gróubúð á Grandagarði var kominn á vettvang innan tveggja mínútna.
Eftir fyrstu skoðun var hægt að snúa mest öllu viðbragðsliði til baka í bækistöðvar. Stigabíll var reistur við húsið fyrir betra aðgengi og svolítið af pappa og timbri var rifið af klæðningu til að komast að glæðum. Aðgerðum lauk skömmu fyrir kl.19.  Þetta var eitt af 86 verkefnum síðastliðinn sólarhring.