,,Reglulega gerist það að sprautunálar finnast utandyra og hafa 2 slík mál komið upp það sem af er degi hér á Suðurnesjum.“ Segir lögreglan á Suðurnesjum.
Mikilvægt er að fólk viti hvernig best er að farga svona hlutum. Best væri þó að þeir sem skilja þetta eftir á víðavangi hysji upp um sig og passi sig á að hirða þetta upp. En að förgun og umgengi. Mikilvægt er að brýna fyrir börnum að snerta þetta alls ekki, heldur hafa samband við fullorðinn sem sér þá um að hirða þetta upp. Það er hægt að hringja í okkur og við komum höfum við tök á.
En hvernig er best að farga sprautunál?
Á vef Landlæknis eru eftirfarandi leiðbeiningar.
Að verða sér út um plastílát sem er það hart að sprautunálar geti ekki stungist í gegnum það. Slík ílát eru t.d. gosflöskur.
Að láta ílátið á flatt stöðugt yfirborð, eins nálægt nál og sprautu og auðið er.
Að reyna ekki að setja hulsu á nálina.
Taka upp sprautuna á endanum sem er fjærst oddinum og láta hana falla í ílátið.
Forðast að halda utan um ílátið á meðan nálin og sprautan eru látin falla í það. Loka síðan ílátinu.
Að lokum þarf að þvo hendurnar með heitu sápuvatni. Hafa síðan samband við Sorpu um endanlega förgun efnisins. Einnig er hægt að fara með þetta í næsta apótek en þar er söfnunarílát fyrir nálar.
Á vef Landlæknis eru eftirfarandi leiðbeiningar.
Að verða sér út um plastílát sem er það hart að sprautunálar geti ekki stungist í gegnum það. Slík ílát eru t.d. gosflöskur.
Að láta ílátið á flatt stöðugt yfirborð, eins nálægt nál og sprautu og auðið er.
Að reyna ekki að setja hulsu á nálina.
Taka upp sprautuna á endanum sem er fjærst oddinum og láta hana falla í ílátið.
Forðast að halda utan um ílátið á meðan nálin og sprautan eru látin falla í það. Loka síðan ílátinu.
Að lokum þarf að þvo hendurnar með heitu sápuvatni. Hafa síðan samband við Sorpu um endanlega förgun efnisins. Einnig er hægt að fara með þetta í næsta apótek en þar er söfnunarílát fyrir nálar.
Umræða