Hugleiðingar veðurfræðings
Víðáttumikið og hægfara lægðasvæði er suður af landinu. Það sendir okkur fremur hlýja austan- og suðaustanátt. Nokkuð þungbúið veður og rigning öðru hverju fram yfir helgi, en heldur bjartara og að mestu þurrt norðanlands. Spá gerð: 05.05.2023 15:04. Gildir til: 06.05.2023 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Austlæg átt 3-10 m/s, en 8-13 syðst. Úrkomulítið, en dálítil væta á norðvestanverðu landinu fram á nótt. Súld eða rigning með köflum sunnanlands síðdegis á morgun. Hiti 7 til 15 stig að deginum. Spá gerð: 05.05.2023 22:27. Gildir til: 07.05.2023 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag og mánudag:
Austan og suðaustan 5-13 m/s og súld eða rigning með köflum, en úrkomulítið á Norðurlandi. Hiti 6 til 15 stig.
Á þriðjudag og miðvikudag:
Norðaustlæg eða breytileg átt 3-10 og súld eða dálítil rigning með köflum. Hiti 5 til 13 stig, hlýjast sunnanlands.
Á fimmtudag:
Suðaustlæg átt og stöku skúrir, en fer að rigna sunnan- og vestanlands síðdegis. Hiti 7 til 14 stig.
Á föstudag:
Breytileg átt og rigning eða skúrir. Heldur kólnandi.
Spá gerð: 05.05.2023 20:51. Gildir til: 12.05.2023 12:00.