23:59 – Sérsveitin er búin að handsama manninn sem var á einni af efstu hæðum í fjölbýlishúsi við Kleppsveg en aðgerðin stóð í rúman klukkutíma. Maðurinn hékk fram af svölum og var líklegur til þess að stökkva fram af þeim.
Lögreglan vann verkið mjög vel og skipulega, sérsveitarmenn voru bæði á svölum fyrir ofan og neðan manninn og ruddust svo inn í íbúðina og handsömuðu manninn á svölunum og auk þess annan mann sem var í íbúðinni.
Mikill viðbúnaður var á svæðinu þar sem að aðstæður litu illa út og allt gat gerst. Sérsveitarbílar, slökkvilið, lögregla og sjúkarbílar komu skjótt á vettvang og mannskapurinn hóf þegar vinnu við að leysa úr málinu og lauk því á besta hátt í erfiðri stöðu. Maðurinn hafði hrópað ókvæðisorð að lögreglu og var óútreiknanlegur þar sem að hann hékk fram af svölum í mikilli hæð. Báðir hinir handteknu voru færðir í lögreglubíla og ekið á lögreglustöð.
Lögregluaðgerðir standa nú yfir á Kleppsvegi en þar hangir maður fram af svölum.
23:14:
Slökkvilið og lögregla er á svæðinu og maður hangir fram af svölum sínum.
23:18
Aðilinn hangir enn á svölunum og segist ekki treysta lögreglu.
23:20
Sérsveit ríkislögreglustjóra er komin á svæðið og virðist ætla að leggja til atlögu.
23:31
Sérsveit ríkislögreglustjóra er komin í bönd á svölum fyrir ofan og neðan.
23:48
Engar málamiðlanir virðast vera í höfn og hefur Lögregla ekki ennþá tekist að ná tökum á honum.
Fréttin verður uppfærð.
Umræða