-0.2 C
Reykjavik
Þriðjudagur - 31. janúar 2023
Auglýsing

Heimsókn varnar- og öryggismálafulltrúum NATO

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

 
Á dögunum fékk Landhelgisgæslan heimsókn frá varnar- og öryggismálafulltrúum hinna ýmsu aðildarþjóða Atlantshafsbandalagsins. Að auki voru fulltrúar Svíþjóðar og Finnlands með í för. Samstarf á sviði öryggis- og varnarmála er afar mikilvægt en fulltrúarnir koma árlega til Íslands og kynna sér stöðu mála hérlendis. Landhelgisgæslan hefur áður tekið á móti fulltrúunum en í fyrra fékk hópurinn fræðslu um hvernig eftirliti væri háttað á hafinu umhverfis Ísland með eftirlitsflugvélinni TF-SIF.
Í síðustu viku heimsótti hópurinn Landhelgisgæsluna og fékk kynningu á því hvernig björgun úr sjó með þyrlu fer fram hér við land. Hópurinn fylgdist með æfingu þar sem að komu TF-LIF, þyrla Landhelgisgæslunnar, sjómælinga- og eftirlitsskipið Baldur og varðbáturinn Óðinn.
Að lokum var haldið út í Viðey þar sem minnismerki um þá sem fórust þegar að tundurspillirinn HMCS Skeena strandaði í ofsaveðri haustið 1944 er að finna. Skipið var flaggskip kanadíska sjóhersins á þeim tíma en björgun skipbrotsmannanna var frækileg. Um 200 skipverjum var bjargað af björgunarhópi sem Einar Stefánsson, skipstjóri í Reykjavík, stýrði og er sú fjölmennasta hér við land fyrr og síðar. Lagður var blómsveigur að minnisvarðanum, sem reistur var árið 2006, áður en hópurinn hélt til baka. Jón Páll Ásgeirsson, stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni, tók þessar frábæru myndir sem fylgja með.
IMG_5003Áhöfnin á TF-LIF sýndi björgun úr sjó.
IMG_5043TF-LIF, varðbáturinn Óðinn og sjómælinga- og eftirlitsskipið Baldur komu að æfingunni.
IMG_5019Sigmaður úr áhöfninni á TF-LIF sígur niður á þilfar Baldurs.
IMG_5030Varðbáturinn Óðinn.
IMG_5029TF-LIF á flugi.
IMG_5040Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, og Birgir Hreiðar Björnsson, stýrimaður, ásamt hópnum.
IMG_4992Varðbáturinn Óðinn kemur að Baldri.
IMG_5066Áhöfnin á Baldri.
IMG_5056Lagður var blómsveigur að minnismerkinu um þá sem fórust þegar að tundurspillirinn HMCS Skeena strandaði í ofsaveðri haustið 1944.