Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við svindli: English below
Nokkuð hefur borið á því að óprútnir aðilar hafi verið að svíkja fólk með því að bjóða til leigu íbúðir sem eru ekki til. Fólk fær ekki að skoða íbúðina, fá senda fallegar myndir og boð um frekar lága leigu. Þeir fá fólk til að greiða leigu fyrirfram og senda sér oftast erlendis. Þeir bjóða upp á allskyns skýringar og veigra sér ekki við að ýkja og ljúga. Við vitum að þeir hafa sett upp auglýsingar á vefum á miðlum sem við notum mikið á Íslandi eins og mbl.is og bland.is og höfum verið í mjög góðu samstarfi við að láta loka á slíkar auglýsingar þegar við vitum af þeim.
Aðferðarfræði svikahrappanna er nánast eins í öllum tilvikum og staðlaður texti notaður. Íslendingar hafa lent í þessu en svo virðist sem erlendir íbúar séu í sérstökum áhættuhóp. Af þeirri ástæðu þá fylgir texti á ensku. Það er vel þekkt að leigumarkaðurinn er erfiður en ekki tapa peningum til svindlara sem nýta sér ástandið.
Kannið hvort að íbúðin sé til og farið jafnvel og skoðið aðstæður. Ef viðkomandi lofar öllu fögru og segir hluti eins og þetta eigi allt að fara í gegn um Airbnb en það fer samt ekki í gegn um þjónustusíður Airbnb þá er verið að plata ykkur.
Ef ykkur grunar að auglýsing sé svindl, sendið okkur skilaboð, annað hvort hingað eða á abendingar@lrh.is og við getum farið yfir það með ykkur hvort þetta sé ekki svindl.
Farið varlega, besta vörnin er forvörn.
————————–
Apartment scams
Recently we have seen a number of attempts to scam people by offering housing that does not exist on the internet. These scammers are from abroad, even if they use Icelandic websites like bland.is and mbl.is. We are in good cooperation with these services to take down such false advertising but sadly it is easy to put up new such scams.
The scammers offer all kinds of false reassurances. They pretend to use companies like Airbnb but this is easy to fake. Airbnb only guarantees services done through their website and would never conduct business via email.
The modus operandi is almost identical in these cases. They pretend to live abroad, the apartment was for their child. They used to have a dog (this is a psychological trick as people tend to find people who have dogs more trustworthy – but the dog like everything else is a lie). It is well known that the Icelandic rental market is tough but similar scams are well known in almost every country.
Never rush into such agreements. Always be suspicious if you are to send money to a different country than an apartment is in. Go have a look at the housing in question and ask your friends to help you. You can even send us a message if you suspect a scam. Either here on Facebook or at abendingar@lrh.is
Be careful. The best defence is prevention