Fjórða heildarmatið í lok maí – Skýrsla leyniþjónustunnar
Háttsettir bandarískir leyniþjónustumenn deila áhyggjum af Vladimir Pútín. Newsweek vitnar í þrjá ónafngreinda einstaklinga. „Einn frá skrifstofu forstjóra leyniþjónustunnar, annar er háttsettur yfirmaður flughersins á eftirlaunum og sá þriðji er í leyniþjónustu varnarmálastofnunarinnar.“
Bent er á að þessir einstaklingar hafi aðgang að skjölum leyniþjónustu sem er undir heitinu „Fjórða heildarmatið í lok maí.“
Matið vísar til úttektar á líkamlegri og andlegri heilsu Vladmirs Pútíns Rússlandsforseta og tengslum hans við æðstu leiðtoga Rússlands.
,,Við segjum einfaldlega að ekkert líti vel út hjá Vladmir Pútín Rússlandsforseta.“ Sagði einn af háttsettum embættismönnum leyniþjónustunnar : ,,Tak Pútíns er sterkt en ekki lengur algert. Ólgan í Kreml hefur aldrei verið meiri á valdatíma hans, allir skynja að endirinn sé í nánd.“
Tímaritið New Lines greinir frá því hvernig sögusagnir hafa verið á kreiki sem fela í sér víðtækar vangaveltur um heilsu og andlegan líða Pútíns forseta. Allt frá Parkinsonsveiki og vitglöpum til blóðkrabbameins hefur verið nefnt, þar sem aukin einangrun og ofsóknaræði forsetans eru áfram undiralda flestra skýrslna.
Í leynilegri upptöku sem uppljóstrari sendi tímaritinu, segir ónefndur rússneskur ólígarki um forsetann: „Hann gjöreyðilagði efnahag Rússlands, efnahag Úkraínu og mörg önnur hagkerfi – eyðilagði þau algerlega … Vandamálið er í höfðinu á honum. … Einn brjálaður gaur getur snúið heiminum á hvolf.“
Bandaríska krabbameinsfélagið segir að „ekki sé hægt að lækna langt gengið krabbamein af þeirri gerð sem Pútín þjáist af. Einkenni krabbameinsins geta verið þreyta, máttleysi, sársauki og erfiðleikar við að sinna venjulegum verkefnum.“
það er ekki bara leyniþjónustusamfélagið sem hefur tekið eftir merkum breytingum á forsetanum. Blaðamaðurinn Illia Ponomarenko sagði t.d. á Twitter: „Er þetta bara ég eða lítur Pútín í raun og veru ekki út fyrir að vera heilbrigður og veikari með hverjum einasta degi stríðsins? Mikill munur er á honum núna og seinnipart í febrúar.“
Pútín var mikið fjarverandi á opinberum vettvangi í apríl vegna krabbameinsmeðferðar og heimildirnar eins og þær eru skráðar af Newsweek staðfesta einnig morðtilraun á honum í mars. Tímaritið hefur ,,sett fram tímalínu yfir vafasama opinbera framkomu hjá Pútín sem var eitt sinn hraustur íþróttamaður og samhljóma álit allra sem komu að verkefninu var að Pútín væri mjög alvarlega veikur og líklega deyjandi.“
https://gamli.frettatiminn.is/30/05/2022/putin-vid-daudan-dyr-a-hamark-tvo-til-thrju-ar-eftir/