-3.2 C
Reykjavik
Miðvikudagur - 1. febrúar 2023
Auglýsing

Grunur um að barsmíðar hafi valdið dauða mannsins

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Samkvæmt heimildum fréttastofu Rúv, er grunur um að maðurinn sem lést í gærkvöld, hafi látist af völdum barsmíða og að barefli hafi verið notað. Andlátið er rannsakað sem morð og hefur karlmaður fæddur 2001 verið handtekinn vegna málsins.

Tilkynning um andlátið barst til lögreglu um klukkan 19:30 í gærkvöld eins og Fréttatíminn greindi frá en talið er að maðurinn hafi dáið aðeins skömmu fyrr, eða um „kvöldmatarleitið“ eins og segir í tilkynningu lögreglunnar. Þar segir að til rannsóknar sé mannslát í austurbæ Reykjavíkur, sem talið sé að hafi borið að með saknæmum hætti.

Karlmaður fæddur 2001 handtekinn vegna málsins

Búið að handtaka karlmann sem er grunaður um morðið. Í tilkynningu frá lögreglu var greint frá hann væri á þrítugsaldri. Samkvæmt heimildum fréttastofu Rúv er hinn grunaði fæddur árið 2001.

Rannsaka morð í Reykjavík