Maðurinn sem fannst látinn í Þórsmörk mánudagskvöldið var Íslendingur. Eins og greint hefur verið frá fundu vegfarendur manninn á mánudaginn en málið er nú í rannsókn.
mbl.is greindi fyrst frá. Jón Gunnar Þórhallsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, sagði í samtali við Vísi í gær að ekki væri grunur um að andlát mannsins hafi borið að með saknæmum hætti.
Umræða