Hugleiðingar veðurfræðings
Víðáttumikil lægð er nú stödd austur af landinu. Lægðin beinir til okkar köldu lofti úr norðri og henni fylgir talsverð úrkoma, rigning eða slydda við sjávarmál og snjókoma inn til landsins á Norður- og Austurlandi, en þurrt að kalla sunnanlands. Auk þess er víða norðvestan hvassviðri eða stormur, en heldur hægari vindur á vesturhelmingi landsins.
Gefnar hafa verið út viðvaranir og þeir sem eiga eitthvað undir veðri eru hvattir til að kynna sér þær og fylgjast vel með veðurspám og veðurathugunum. Dregur smám saman úr vindi og úrkomu á morgun en þá hvessir aftur og bætir í ofankomu á norðvestanverðu landinu. Dálítil rigning sunnanlands um kvöldið. Hiti 2 til 10 stig, mildast syðst.
Appelsínugul viðvörun vegna veðurs: Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirðir, Suðausturland, Miðhálendi og Strandir og norðurland vestra
Gul viðvörun vegna veðurs: Suðurland, Vestfirðir, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirðir, Suðausturland, Miðhálendi og Strandir og norðurland vestra
Á föstudagur verður norðlæg átt 10-18 m/s. Skúrir eða él á norðanverðu landinu en lengst af þurrt sunnan heiða. Hiti breytist lítið.
Á laugardag verður norðlæg átt 8-15. Rigning eða slydda á norðaustanverðu landinu en úrkomulítið sunnan- og vestanlands. Hiti 2 til 10 stig, mildast sunnan- og vestantil.
Á sunnudag er útlit fyrir fremur hægar vestlægar áttir. Víða bjartviðri og hiti 5 til 14 stig, svalast norðaustantil. Fer að rigna vestanlands undir kvöld.
Spá gerð: 05.06.2024 06:32. Gildir til: 06.06.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Norðan og norðvestan 13-23 m/s, hvassast fyrir austan. Slydda eða rigning nærri sjávarmáli og snjókoma inn til landsins, en úrkomulítið sunnantil og við vesturströndina. Dregur úr vindi vestanlands í kvöld.
Norðvestan 13-20 á morgun, hvassast suðaustantil en á Vestfjörðum undir kvöld. Rigning eða snjókoma á norðanverðu landinu. Þurrt að kalla sunnan heiða en sums staðar dálítil rigning þar annað kvöld.
Hiti 0 til 4 stig á Norður- og Austurlandi, en að 11 stigum sunnan- og vestantil.
Spá gerð: 05.06.2024 04:36. Gildir til: 06.06.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag:
Norðan 8-13 m/s og skúrir eða slydduél, en þurrt á Suður- og Vesturlandi. Bætir í úrkomu norðantil um kvöldið. Hiti 3 til 12 stig, mildast syðst.
Á laugardag:
Norðan 8-15 og rigning eða slydda norðan- og austanlands, annars þurrt að kalla. Lægir og styttir upp um kvöldið, hiti breytist lítið.
Á sunnudag:
Breytileg átt og fer að rigna um landið vestanvert upp úr hádegi, en austantil um kvöldið. Hiti 4 til 14 stig, hlýjast á Suðausturlandi.
Á mánudag:
Norðlæg eða breytileg átt, skýjað og líkur á stöku skúrum. Hiti 8 til 15 stig, en 3 til 8 á Norður- og Austurlandi.
Á þriðjudag:
Suðvestlæg átt, skýjað og sums staðar lítilsháttar væta.
Spá gerð: 05.06.2024 08:19. Gildir til: 12.06.2024 12:00.