Tveir voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild Landspítalans eftir árekstur rútu og fólksbíls á Suðurlandsvegi vestan við Markafljót, við gatnamót Dímonarvegar og Hólmabæjarvegar.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi er annar þeirra ökumaður bílsins og hinn farþegi bílsins. Hvorki ökumaður rútunnar né farþegar hennar slösuðust. Rúv greindi fyrst frá.
Að sögn lögreglu er ekki vitað um tildrög slyssins en þau eru í rannsókn lögreglunnar á Suðurlandsvegi sem fær aðstoð tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Suðurlandsvegur er lokaður og verður eitthvað áfram, að sögn lögreglu. Gatnamótin þar sem slysið varð eru skammt frá Seljalandsfossi. Lögreglan bendir vegfarendum á hjáleið um Landeyjarhafnarveg og Bakkaveg.