• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Login
Þriðjudagur, 6. júní 2023
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
Frettatiminn
No Result
View All Result

Fjórða valdið – Óvinir lýðræðis og fullveldis?

ritstjorn by ritstjorn
5. júlí 2021
in Aðsent & greinar, Innlent
0
Share on FacebookShare on Twitter

Hvað gerist þegar 90% af fjölmiðlum er stjórnað af elítu klíku í gegnum nokkur eignarhaldsfélög, lífeyrissjóði og ríkissjóð? Eru blaðamenn þá frjálsir að segja hug sinn eða eru þeir hræddir við að vera reknir og missa lísfviðurværi sitt?

Guðmundur Franklín Jónsson skrifar

Hvað gerist þegar þessum sömu fjölmiðla fyrirtækjum er stjórnað með ákveðinni pólitískri hugmyndafræði? Hugmyndafræði sem oft gengur út á að sneiða af fullveldi þjóðarinnar. Hugmyndafræði sem gengur út á markaðssetningu allra auðlinda og aðstöðu sem eru í eigu þjóðarinnar. Sölu þeirra ríkisfyrirtækja sem skipta máli fyrir almenning og hagnaðarvon er í.

Hvað gerist þegar fréttir eru ekki lengur hlutlausar? Hvað gerist þegar maður getur ekki lengur treyst fréttaflutningi og hlutleysi blaða- og fréttamanna? Hvað gerist þegar fréttir eru ekki lengur trúverðugar? Hvað gerist þegar fréttir einfaldlega verða framlenging af stefnu stjórnvalda?

Hvenær verða fréttir að áróðri?

Hvernig á launamaðurinn sem vinnur myrkranna á milli til að ná endunum saman og haldið í spennitreyju með skuldum, verðtryggingu og lágum launum í kerfi sem er hannað af fjármagnseigendum. Hvernig og hvenær á sá maður að finna tíma til að rannsaka og meta hvort fréttir séu falsfréttir eða farið sé rétt með staðreyndir? Blaðamenn virðast hafa mestan áhuga á „click bait“ fréttum eða rusl fréttum sem skila litlu. Getur verið að fólk tali meira um þær fréttir sem fjölmiðlar eru að hampa þá stundina til þess að passa inn í hópinn af hræðslu við útskúfun?

Er þögn falsfrétt?

Er þögn, samþykki og aðgerðarleysi sérstök pólitík? Er það skipulagt? Þá af hverjum? Einhverjum á fjölmiðlunum eða utan þeirra? Treysta fjölmiðlar á það að eftir því hvað þú endurtekur fréttina oft því líklegra er að almenningur fari að trúa fréttinni, í stað þess að staðreyna fréttina sjálfur? Veita samfélagsmiðla-bergmálssalir falska staðfestingu á fréttum? Afhverju eru falsfréttir sjaldan leiðréttar og afhverju er leiðréttingin svo oft falin ef hún kemur?

Gefur eignarhald og stjórn á fjölmiðlafyrirtækjum útvöldum hópum yfirráð yfir því hvaða fréttum almenningur er mataður á?

Að stjórna umræðunni eru völd.

Þegar þú stjórnar fréttaflutningi fjölmiðils, þá stjórnar þú umræðunni. Þetta sama fólk er á móti samheldni þjóðarinnar. Þau vilja draga fólk í dálka, deila og drottna og egna fólk upp á móti hvort öðru.

Þau vilja sundrungu. Sundrungu vegna skerðinga launa aldraðra og öryrkja, vegna kvótakerfisins, verðtryggingarinnnar, sölu ríkiseigna. Sundrungu vegna kaupa erlendra auðjöfra á auðlinda jörðum, vegna virkjana og fyrirhugaðs sæstrengs. Sundrungu vegna kynþáttar, trúar, kynferðis að ógleymdum loftslagsmálunum.

Þegar við erum sundruð, erum við reið og þá er auðvelt að stjórna okkur, reið út í þá sem eru ekki sammála þér eða eru öðruvísi, en þú ert ekki reiður út í þá sem bera ábyrgð á matreiðslunni á fréttunum sem er troðið ofan í þig daglega, alla daga, allt árið um kring.

Sundruð erum við veik fyrir.

Sundruð er þjóðin engin fyrirstaða. Þegar sannleikurinn er síðan loksins sagður, og huldar upplýsingarnar birtar, þá breytist þú í óvin ráðandi afla, því þú ert að eyðileggja mareiðsluna á umræðunni sem þeir vilja að sé í fyrirrúmi.

Það er ljóst að við eigum við mikla spillingu að stríða og fjórflokkurinn fjölmiðlasamsteypurnar og RÚV bera mikla ábyrgð. Annað vandamál er að kjörnir fulltrúar efna ekki sín fyrirheit sem þeir lofa fyrir kosningar og fjölmiðlamenn eru meðvirkir og veita ekki nógu mikið aðhald.

Aðfarir stjórnsýslunnar og íslenskra fjölmiðla eru ekkert mjög frábrugðnar því sem gerist í þriðja heiminum. Ef við vöknum ekki upp, verður sama spillingin áfram um ókomna tíð þar til ný kynslóð kemur og gerir uppreisn.

Fjórða valdið, angi fjórflokksins er sannarlega einn skæðasti óvinur íslensks almennings og lýðræðis í landinu.

Discussion about this post

  • ,,Ykkar verður minnst sem vesalinga sem nenntuð ekki eða þorðuð ekki“

    ,,Ykkar verður minnst sem vesalinga sem nenntuð ekki eða þorðuð ekki“

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • ,,Þess vegna sit ég hér og bölva“

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Vann 78 milljónir í Lottóinu

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Ragnar Þór boðar til mótmæla – ,,Rísum upp gegn óréttlætinu!“

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Gætuð þið lifað af á þessum launum? – Launaseðill sýnir útborguð laun

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
ADVERTISEMENT

Fréttatíminn © 2023

No Result
View All Result
  • Home
  • Landing Page
  • Buy JNews
  • Support Forum
  • Contact Us

Fréttatíminn © 2023

Welcome Back!

Login to your account below

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Are you sure want to unlock this post?
Unlock left : 0
Are you sure want to cancel subscription?