,,Ég hef aldrei séð svona mikið af mávi eins og hérna út á Mýrum þessa dagana, þeir eru um öll tún og í þúsundum hér á svæðinu“ sagði bóndi út á Mýrum en mávar hafa hin seinni ár tekið sér bólfestu innar á landinu í þúsunda tali og fara hvergi.
,,Þeim fjölgar með hverju árinu og þeir eru upp um allt og út um öll tún“ sagði bóndinn útá á Mýrum.
Dæmi eru um að mávar hafi drepið fuglalíf á heilu tjörnunum, eins og i nágrenni Akraness en þar var fjölbreytt fuglaflug en varla sést fugl lengur nema mávar í hópum. Og lítið virðist vera gert til að eyða þessum stofni því þeir lifa fínu lífi.
Upp með mörgum veiðiám og inn með dölum, hefur mávurinn alveg tekið völdinn og lítið virðist vera gert til að sporna við fjölgunni. Og það er bara sóðaskapur sem fylgir honum út um allt og þar lifa þeir i friði.
Umræða