Sjólaskipasystkinin, sem ákærð voru fyrir meint skattsvik, kærðu til ríkissaksóknara meintan upplýsingaleka frá héraðssaksóknara í fjölmiðla. Frá þessu var greint á RÚV á sínum tíma. Þau kröfðust jafnframt að máli héraðssaksóknara gegn þeim yrði vísað frá dómi.
Samkvæmt frétt hjá RÚV á þeim tíma, telja þau að Ingi Freyr Vilhjálmsson, fyrrverandi blaðamaður á Fréttatímanum sáluga, sem starfar nú hjá Stundinni, hafi fengið trúnaðarupplýsingar um rannsókn skattamálsins frá embætti héraðssaksóknara. Þær upplýsingar hafi verið nýttar við skrif á tveimur fréttagreinum.
Sá sem sækir skattamálið gegn systkinum fyrir hönd héraðssaksóknara er Finnur Þór Vilhjálmsson, bróðir Inga Freys, samkvæmt fréttinni. Kæran beinist þó að embættinu en ekki saksóknaranum persónulega. Ákæran á hendur systkinunum í Sjólaskipum fyrir meint skattalagabrot var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur en þar kröfðust verjendur systkinanna þess að málinu yrði vísað frá dómi.
Krafan var byggð á því að Ingi Freyr, bróðir Finns, hafi skrifað stærstan hluta frétta af málinu þegar það var til rannsóknar. Sakborningar telja þetta ástæðu til að draga í efa hlutleysi saksóknara. Fjallað var ítarlega um málið í Kjarnanum á sínum tíma og Fréttatíminn í dag, er með mun fleiri gögn sem styðja enn frekar fréttaflutning Kjarnans af málinu, sem verða birt á næstunni.
Allar ábendingar eru vel þegnar: Frettatiminn@gamli.frettatiminn.is
https://gamli.frettatiminn.is/05/07/2021/fjorda-valdid-ovinir-lydraedis-og-fullveldis/