Rússneskt olíuskip varð fyrir drónaárás í Kerch-sundi í morgun. Þetta kemur fram í rússneska ríkissjónvarpinu, TASS. Þar kemur fram að skemmdir hafi orðið í vélarúmi en ekki valdið olíuleka. Ellefu voru um borð og eru sagðir hafa hlotið minniháttar áverka vegna glerbrota. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá.
Samkvæmt rússneskum yfirvöldum raskaðist umferð á brú sem liggur á milli Rússlands og Krímskaga í um þrjár klukkustundir.
Rússar segja Úkraínumenn bera ábyrgð á árásinni en úkraínski herinn hefur ekki tjáð sig að svo stöddu.
Umræða