Lof mér að falla
Myndin sýnir hvernig táningsstelpa sem að gengur vel í skóla og á vandaða fjölskyldu sem að reynir allt til þess að halda utan um hennar mál. Fer lóðbeint á botninn á methraða eftir að hafa byrjar að fikta við fíkniefni. Stúlka sem að átti bjarta framtíð, góður námsmaður og af vönduðu heimili, leitar sífellt í sterkari efni.
Myndin er byggð á sönnum atburðum og þess vegna bregður bæði foreldrum og þeim sem að hafa verið í þessum heimi við, að sjá hversu sönn myndin er, en hún lýsir þessum undirheimum alveg eins og þeir eru í raun. Einnig er sýnd sú hlið sem að snýr að foreldrum og forráðamönnum og hve erfitt fíkniefnamál eru fyrir þá og systkini fíkilsins. Þar sem að fíkniefnaneytendur koma frá öllum tegundum af heimilum, stéttum og hafa oft gott stuðningsnet. Þeir sem að hafa reynslu af þessum heimi, þekkja vel þær sögur sem að eru sagðar í myndinni.
Það var þögull hópur sem að gekk út af sýningunni og sumir grátandi.
Þegar 15 ára Magnea kynnist 18 ára Stellu breytist allt. Magnea laðast að hispurslausu lífi Stellu og þróar Magnea sterkar tilfinningar til hennar sem Stella notfærir sér til eigin hagsbóta. Stella leiðir Magneu inní heim fíkniefna sem hefuralvarlegar afleiðingar fyrir þær báðar. 12 árum síðar liggja leiðir þeirra óvænt saman og verður uppgjör á milli þeirra óumflýjanlegt.
Með aðalhlutverk í Lof mér að falla fara leikkonurnar Elín Sif Halldórsdóttir og Eyrún Björk Jakobsdóttir sem að skila hlutverkum sínum af miklum sóma, þrátt fyrir ungan aldur. Þorsteinn Bachman sem leikur föður Magneu, fer einnig með stórt hlutverk. Í myndinni eru einnig Sturla Atlason, Edda Björgvinsdóttir, Ólafur Darri Ólafsson og Halldór Halldórsson svo einhverjir séu nefndir. Myndin verður sýnd á kvikmyndahátíðum víða um heim.
Nánar um myndina. Frumsýnd: 7. september 2018
Leikstjórn: Baldvin Z
Leikarar:
Þorsteinn Bachmann, Atli Óskar Fjalarsson, Lára Jóhanna Jónsdóttir, Sólveig Arnarsdóttir, Björn Stefánsson, Elín Sif Halldórsdóttir, Eyrún Björk Jakobsdóttir, Álfrún Laufeyjardóttir, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Sigurbjartur Atlason
Handrit: Baldvin Z, Birgir Örn Steinarsson