Ofurölvi kona handtekin í strætisvagni grunuð um líkamsárás ofl.
Talsvert var um vímuefnaakstur á höfuðborgarsvæðinu í nótt og náði lögregla að stöðva fjölda ökumanna vegna þessa, þá var einnig mikið um hávaðatilkynningar í gærkvöld og í nótt.
Ofurölvi kona handtekin í strætisvagni grunuð um líkamsárás ofl. Konan er grunuð um að hafa ráðist á vagnstjórann og reynt að slá hann með áfengisflösku. Konan var vistuð fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu Þá var tilkynnt um innbrot og þjófnað á heimili, um var að ræða íbúð í hverfi 110 en þar var farið inn og stolið verðmætum, sjónvarpi og fleiru, það mál er í rannsókn.
Umræða