Þuríður Harpa Sigurðardóttir endurkjörin formaður
Á aðalfundi Öryrkjabandalagsins 2019, var Þuríður Harpa Sigurðardóttir endurkjörinn formaður til næstu tveggja ára.
Þuríður var ein í framboði, og var kjörin með lófataki.
Í þakkarræðu sinni sagði nýkjörin formaður að framundan væri baráttan fyrir þeim sjálfsögðu réttindum að eiga mannsæmandi líf, og þar væri mikilvægast að hækka verulega örorkulífeyrinn, sem eru nú um 70 þúsund krónum lægri en lágmarkslaun.
„Sú kjaragliðnun sem við neyðumst til að lifa með, í boði stjórnvalda, er algerlega óásættanleg.“
Umræða