Sátu og hlustuðum á hraðan hjartslátt bumbubúans á meðan blikkuðu blá ljós inn um gluggann
Útlendingastofnun vísaði á brott 26 ára konu sem komin er 9 mánuði á leið
Í gærkvöld um 18:00 mætti lögreglan í lokað úrræði ÚTL fyrir fjölskyldur, konur og fylgdarlaus ungmenni og ætlaði að handtaka unga fjölskyldu frá Albaníu.
Fjölskyldan samanstendur af ungu pari og 2 ára barni, en konan er einnig kasólétt, komin á 35-36 viku.
Parið hefur ekki fengið svar frá kærunefnd Útlendingamála í hendurnar og því gæti verið að máli þeirra sé ekki lokið.
Þegar lögreglan birtist óvænt og án fyrirvara til að handtaka og brottvísa þeim í fyrramálið varð konan fyrir miklu stressi og byrjaði að blæða mikið úr nefi. Þau báðu þá um að fara á spítalan em lögreglan leyfði með þeim orðum að þeir myndu sækja þau klukkan fimm í nótt fyrir brottvísunarflugið.
Myndin er tekin á meðgöngudeild þar sem ljósmóðir metur ástand hennar. Þar sem aðstandendur sátu og hlustuðum á hraðan hjartslátt bumbubúans blikkuðu blá ljós inn um gluggann.
Lögreglan beið beint fyrir utan með ljósin á og fór ekki fyrr en um 23:00 í gærkvöld.
https://www.facebook.com/nobordersiceland