Áskrifandi skuldlaus átta árum á undan áætlun
Það var lukkulegur Lottó-áskrifandi sem fékk símtal frá Íslenskri getspá eftir útdráttinn síðastliðinn laugardag. Þá hafði verið staðfest að kona um sextugt hafði verið ein með allar tölur réttar í útdrætti kvöldsins. Þannig tryggði áskriftin og fimm réttar tölur henni sannkallaðan risavinning: Fjórfaldan pott óskiptan eða rétt tæpar 53 skattfrjálsar milljónir.
Konan var að sjálfsögðu alsæl með vinninginn. Hún lét þess sérstaklega getið þau hjónin hefðu nýverið farið vandlega yfir fjárhagsstöðu sína og sett sér markmið um að greiða upp öll lán með markvissum hætti til að verða algjörlega skuldlaus árið 2029. Skemmst er frá því að segja að biðin eftir þessu markmiði hefur styst svo um munar!
Að lokum er minnt á hversu auðvelt er að gerast áskrifandi inni á lotto.is sem og í lottóappinu.