Spá um snjóflóðahættu – Norðanverðir Vestfirðir
Aðeins hefur bætt í snjó til fjalla eftir SV-éljagang. Litlir vindflekar ofan á hjarni ofarlega í fjöllum. Vísbendingar um lélega bindingu við hjarnið. Auknar líkur á snjóflóðum í dag í hvassri SA-átt með snjókomu til fjalla.
Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.
Lagskipting snævar og snjóþekjan
Það bætti á snjó í vikunni í SV-éljagangi. Víðast hvar er þunnt nýsnævi ofan á stöðugu hjarni en efst í fjöllum er að finna litla vindfleka í giljum ofan á hjarninu. Í vettfangsferð 1.des í snjódýptarmæli í Traðarhyrnu var auðvelt að brjóta vindflekann frá hjarninu á sumum stöðum en formleg gryfja var ekki tekin. Í dag spáir hvassri SA-átt með snjókomu til fjalla og má búast við að nýsnævið sem komið er í fjöll fari á hreyfingu í skafrenningi og safnist í V- og N-viðhorf.
Nýleg snjóflóð
Tvær spýjur féllu niður í miðja hlíð ofan gömlu byggðarinnar í Súðavík
Veður og veðurspá
Vaxandi SA átt í dag og fer í 18-22 m/s með snjókomu til fjalla en rigningu á láglendi.