-4.2 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 9. febrúar 2023
Auglýsing

Lífeyrissjóður Verslunarmanna braut lög með því að hækka vexti

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

,,Ég fer fram á afsökunarbeiðni frá FME og Lífeyrissjóði Verslunarmanna til formanns og stjórnar VR vegna málsins“

Lífeyrissjóður Verslunarmanna braut lög samkvæmt úrskurði Neytendastofu um þá ákvörðun sjóðsins að hækka breytilega vexti á verðtryggðum lánum þann 24.Maí 2019.

Lífeyrissjóður Verslunarmanna braut lög samkvæmt úrskurði 

,,FME hefði átt að taka á þessu með sama hætti og Neytendastofa og sinna þannig lögbundnu eftirliti sínu í þágu neytenda í stað þess að hlutast til um aðgerðir stjórnar VR um að skipta út stjórnarmönnum sínum í lífeyrissjóðnum í kjölfarið.“ Segir Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.
,,Það stóð ekki á viðbragðshraða FME á þeim tíma þó það hafi ekki verið með þeim hætti sem Neytendastofa nú réttilega gerir.
Lífeyrissjóðurinn stígur nú fram með yfirlýsingu sem er í takt við viðhorf sjóðsins og sjóðanna almennt, með því að tala í kringum niðurstöðuna eins og þetta hafi bara verið saklaus misskilningur og verið skilmálunum að kenna en ekki að þáverandi stjórn braut gegn ákvæðum 6. og 9. gr. laga nr.l2lll994, um neytendalán, og ákvæðum f. liôar 2. mgr.12. gr. laga nr. 33/2013, um neytendalán.
Það hafa löngum verið vinnubrögð og viðhorf lífeyrissjóðanna að breiða yfir og gera lítið úr málum ef það kemur stjórnendum eða ímynd sjóðanna illa.
Ég fer fram á afsökunarbeiðni frá FME og Lífeyrissjóði Verslunarmanna til formanns og stjórnar VR vegna málsins.
Ákvörðunarorð Neytendastofu:
,,Lífeyrissjóður verzlunarmanna, Kringlunni 7, Reykjavík, hefur brotið gegn ákvæðum 6. og 9. gr. laga nr.l2lll994, um neytendalán, og ákvæðum f. liôar 2. mgr.12. gr. laga nr. 33/2013, um neytendalán, við tilkynningu um vaxtabreytingu þann 24. maí 2019 með ófullnægiandi upplýsingum í skilmálum um það við hvaða aðstæður vextir breytist eða skilyrði við breytingu á vöxtum, eftir því sem við á.“
Samkvæmt ákvörðuninni hafa skuldabréf, með verðtryggða breytilega vexti, sem gefin voru út frá ársbyrjun 2001 til apríl 2017, ekki að geyma fullnægjandi ákvæði til grundvallar vaxtabreytingunni þar sem þau uppfylltu ekki ákvæði laga um neytendalán nr. 121/1994 annars vegar og nr. 22/2013 hins vegar.
Ákvörðun NS hefur áhrif á um 8% af sjóðfélagalánum LV. Fram kemur í ákvörðuninni að breytingar sem hafi verið gerðar á vöxtum lánanna frá útgáfu skuldabréfanna hafi „ … heilt yfir þó verið til hagsbóta fyrir neytendur enda hafi vextir lækkað verulega á gildistímanum.“ Neytendastofa telur því ekki vera tilefni til frekari aðgerða.
Ákvörðun neytendastofu tekur til sjóðfélagalána með verðtryggða breytilega vexti sem gefin voru út frá ársbyrjun 2001 til apríl 2017 og varðar vaxtagreiðslur frá maí 2019. Ákvörðunin á ekki við um lán með breytilega verðtryggða vexti útgefin frá og með apríl 2017 til dagsins í dag en þau uppfylla lagaskilyrði að mati NS.
LV leggur ávallt áherslu á að starfa í samræmi við ákvæði laga og viðurkennd viðmið sem varða rekstur sjóðsins. Hlutverk sjóðsins er að ávaxta eignir sjóðfélaga með réttum og skilvirkum hætti. Liður í því er að veita sjóðfélögum lán á kjörum sem teljast vel samkeppnishæf. Eins og fram hefur komið á vef LV byggði ákvörðun stjórnar um nýtt vaxtaviðmið á því að það vaxtaviðmið sem miðað hafði verið við um langt árabil, þ.e. ávöxtunarkrafa skuldabréfaflokksins HFF150434 útgefinn af Íbúðalánasjóði, væri orðið óskilvirkt. Markmiðið með nýju viðmiði var að móta eins hlutlægan grunn að vaxtaákvörðun og kostur væri. Í því sambandi er því miðað við ávöxtunarkröfu virks flokks verðtryggðra ríkisskuldabréfa að viðbættu álagi sem samanstendur af álagi með tilliti til sértryggðra skuldabréfa, seljanleikaálags, uppgreiðsluálags og umsýsluálags.
Gera má ráð fyrir, með fyrirvara um nánari skoðun, að fjárhæðin geti numið í heild innan við 30 milljónum króna fyrir lífeyrissjóðinn. Það svarar að meðaltali til um 10 þúsund króna á hvert lán.
Stjórn LV fer nú yfir niðurstöðu Neytendastofu og mun innan skamms taka afstöðu til þess með hvaða hætti brugðist verði við ákvörðuninni. Niðurstaðan veður kynnt á vef sjóðsins og eftir atvikum með öðrum hætti.
Tengill á ákvörðun NS.