Klukkan 05:13 samkvæmt dagbók lögreglunnar, kvartaði aðili yfir hávaða frá snjómoksturstæki í því neyðarlega póstnúmeri, 112 í Reykjavík.
Lögreglan mætti á vettvang vegna ítarlegrar rannsóknar á málinu – Rannsókn er lokið
Helsta umkvörtunarefni þessa glögga og árvökula borgara snéri að hávaða sem tækið gaf frá sér og þá sérstaklega þegar það var sett í bakkgír.
Það eru misjöfn vandamálin sem borgararnir standa frammi fyrir á þessum síðustu og lang verstu tímum. Þar sem hefur snjóað daglega, eins og enginn sé morgundagurinn og á tímum hamfarahlýinda og yfirvofandi heimsenda.
Mat lögreglunnar var, eftir ítarlega rannsókn á málinu og skoðun á vettvangi, að hljóðið væri ekki óeðlilega hátt. –