• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Styrkja
  • Innskráning
  • Nýskráning
Mánudagur, 23. júní 2025
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
FRÉTTATÍMINN
No Result
View All Result
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur

 

 

Rúmlega helmingur 18-24 ára, býr í foreldrahúsum

Ritstjórn skrifað af Ritstjórn
6. janúar 2023
in Afþreying, Fréttir, Innlent, Neytendur, Viðskipti
A A
0

Hlutfall ungs fólks sem býr í foreldrahúsum hefur ekki verið lægra síðan mælingar hófust

Samkvæmt lífskjararannsókn Hagstofu Íslands bjuggu 55,5% ungs fólks á aldrinum 18-24 ára í foreldrahúsum árið 2021. Hlutfallið hefur ekki verið lægra frá upphafi mælinga, árið 2004, og var hæst árið 2016, eða 62,2%. Í aldurshópnum 25-29 ára bjuggu 22,5% í foreldrahúsum árið 2021 en horft yfir tímabilið 2004-2021 var hlutfallið einungis hærra árið áður, eða 25,2% árið 2020.

Í báðum aldurshópum eru karlar líklegri til að búa með foreldrum sínum heldur en konur en árið 2021 bjó tæplega helmingur, eða 46,3%, kvenna á aldrinum 18-24 ára með foreldrum sínum samanborið við 63,6% karla. Í aldurshópnum 25-29 ára bjuggu 21,1% kvenna með foreldrum sínum samanborið við 23,6% karla árið 2021, en árið 2004 var hlutfallið svipað hjá körlum en rúmlega helmingi minna hjá konum.

Hlutfall ungs fólks á aldrinum 18-29 ára sem býr í foreldrahúsum var hærra á höfuðborgarsvæðinu en utan höfuðborgarsvæðisins árið 2021. Hlutfall karla í foreldrahúsum var 51,2% á höfuðborgarsvæðinu samanborið við 44,7% utan höfuðborgarsvæðis og 45,4% meðal kvenna á höfuðborgarsvæðinu samanborið við 24,9% kvenna utan höfuðborgarsvæðisins. Á tímabilinu 2004-2021 var hlutfall kvenna sem bjó í foreldrahúsum utan höfuðborgarsvæðisins hæst árið 2019, eða 42,5%, og lægst árið 2021.

Ungt fólk í foreldrahúsum í Evrópu
Í ríkjum Evrópusambandsins voru 80,0% ungs fólks á aldrinum 18-24 ára í foreldrahúsum samanborið við 55,5% á Íslandi árið 2021. Hlutfall fólks á þessum aldri í foreldrahúsum er töluvert lægra á þeim Norðulöndum sem mælingar ná til en einnig lægra en hjá öðrum Evrópulöndum. Hlutfallið var lægst í Danmörku (34,1%), Svíþjóð (40,4%) og Finnlandi (42,0%) og hæst í Króatíu (95,9%), Ítalíu (95,6%) og Portúgal (94,5%).

Þegar horft er á aldurshópinn 25-29 ára þá er Ísland einnig undir meðaltali ríkja Evrópusambandsins, eða 22,5% samanborið við 42,1%. Hlutfall fólks á aldrinum 25-29 ára sem býr hjá foreldrum sínum er lægst í Danmörku (5,0%), Finnlandi (6,9%) og Svíþjóð (7,5%) en hlutfallið er hæst í Króatíu (77,0%), Grikklandi (74,3%) og Ítalíu (71,5%).

Atvinnuleysi 8,8% meðal fólks á aldrinum 18-29 ára
Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands var atvinnuleysi 8,8% bæði meðal karla og kvenna á aldrinum 18-29 ára en karlar hafa almennt verið líklegri til að vera atvinnulausir frá árinu 2003. Á tímabilinu 2016-2021 jókst atvinnuleysi meðal beggja kynja en atvinnuleysistölur árið 2022 benda þó til þess að atvinnuleysi fari almennt minnkandi.

Hlutfall ungs fólks ekki í vinnu, námi eða starfsþjálfun 6,3%
Árið 2021 var áætlað að 6,3% ungs fólks á aldrinum 16-24 ára hafi ekki verið í vinnu, námi eða starfsþjálfun (e. Not in Employment, Education or Training, NEET). Hlutfall karla var 6,9% samanborið við 5,6% kvenna.

Þau sem búa í foreldrahúsum eru meira en tvöfalt líklegri til að vera í námi, vinnu eða starfsþjálfun heldur en þau sem búa ekki með foreldrum. Árið 2021 voru 12,8% fólks á aldrinum 16-24 ára sem ekki bjuggu í foreldrahúsum ekki í námi, vinnu eða starfsþjálfun samanborið við 5,0% þeirra sem bjuggu með foreldrum.

Samanburður við önnur Evrópulönd árið 2021 sýnir að hlutfall ungs fólks sem ekki er í námi, vinnu eða starfsþjálfun var með því lægsta á Íslandi. Hlutfallið var einungis lægra í Hollandi (5,1%) og Svíþjóð (5,1%). Hlutfallið var hæst í Rúmeníu (18,0%) og Ítalíu (19,8%).

Um gögnin
Tölurnar um ungt fólk í foreldrahúsum eru unnar úr lífskjararannsókn Hagstofu Íslands. Tölur áranna 2019-2021 eru bráðabirgðatölur.

Fólk er talið búa í foreldrahúsum ef það deilir heimili með öðru eða báðum foreldrum. Við túlkun á niðurstöðum en gengið út frá að fólk á aldursbilinu 18–29 ára sem býr í foreldrahúsum hafi annað hvort ekki flutt úr þaðan eða flutt aftur heim til foreldra. Ekki er þó hægt að útiloka að í einhverjum tilfellum sé þessu á hinn veginn farið, eða að foreldrar hafi flutt inn á barn sitt. Ástæður fyrir slíku geta til dæmis verið fjárhagsþrengingar eða veikindi. Ætla má að líkurnar á að fólk taki foreldra inn á heimili sitt aukist með hækkandi aldri.

Tölurnar um ungt fólk sem ekki er í vinnu, námi eða starfsþjálfun (NEET) og atvinnuleysi byggja á upplýsingum úr vinnumarkaðsrannsókn (VMR) Hagstofu Íslands. VMR er ætlað að afla upplýsinga um störf fólks, vinnutíma og atvinnuleit þeirra í samræmi við vinnumarkaðsmælingar hagstofu Evrópusambandsins (Eurostat). Þar sem VMR er úrtaksrannsókn þarf að gera ráð fyrir óvissu í niðurstöðum. Almennt séð eykst óvissan eftir því hóparnir eru fámennari..

Rétt er að benda á að niðurstöður fyrir Ísland byggir á endurbættum vogum í vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands og því er í einhverjum tilfellum ósamræmi milli birtra talna á vef Hagstofu og á vef Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins.

 

Umræða
ShareTweet
Ritstjórn

Ritstjórn

AUGLÝSING
  • Rannsókn á andláti

    353 deilingar
    Share 141 Tweet 88
  • Lýst eftir Hlyni Gíslasyni

    59 deilingar
    Share 24 Tweet 15
  • Spillingin þrífst hjá Sjöllunum – Hagsmunir kvótaerfingja þingmanna varðir á Alþingi

    18 deilingar
    Share 7 Tweet 5
  • Risagjaldþrot Heima ehf. – Heimahúsið í sama húsnæði

    36 deilingar
    Share 14 Tweet 9
  • Miljarð króna gjaldþrot á fasteign sem hýsir Heimahúsið – Engar eignir fundust

    16 deilingar
    Share 6 Tweet 4
AUGLÝSING

Fréttatíminn © 2023

Hæ!

Login to your account below

Gleymt Lykilorð Nýskráning

Create New Account!

Fill the forms bellow to register

Fylla þarf út alla reiti. Skrá inn

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Skrá inn

Viltu stykrja óháða blaðamennsku?

Með því að styrkja Fréttatímann gefur þú óháðri blaðamennsku sterkari rödd.


    This will close in 0 seconds

    Add New Playlist

    No Result
    View All Result
    • Fréttir
      • Innlent
      • Erlent
    • Viðskipti
    • Aðsent & greinar
    • Afþreying
    • Neytendur

    Fréttatíminn © 2023

    Are you sure want to unlock this post?
    Unlock left : 0
    Are you sure want to cancel subscription?